Main Content

Réttarstaða

Ef um vanskil er að ræða geta ábyrgðarmenn tekið að sér hlutverk greiðanda námslánsins hjá sjóðnum til að halda láninu í skilum.  Ábyrgðarmaður getur óskað eftir því greiðslu hans sé ráðstafað til lækkunar á þeim hluta heildarskuldarinnar sem hann er ábyrgur fyrir. 

Ábyrgðarmaður getur greitt upp lánið eða ábyrgðarhluta sinn ef þess er óskað. 

Ef um fleiri en einn ábyrgðarmann er að ræða bera þeir óskipta sameiginlega ábyrgð gagnvart sjóðnum. Ábyrgðarmaður sem greiðir af námsláni getur átt endurkröfurétt á hendur lántakanda og öðrum ábyrgðarmönnum.

Ábyrgðarmenn geta ekki nýtt sér undanþágur frá endurgreiðslu né önnur greiðsluerfiðleikaúrræði.  Hins vegar geta ábyrgðarmenn sótt um undanþágur fyrir hönd greiðenda ef um alvarleg veikindi viðkomandi er að ræða.

Látist  ábyrgðarmaður getur lántakandi útvegað nýjan ábyrgðarmann en annars taka erfingjar hins látna við ábyrgðinni eftir almennum reglum ef erfingjar hafa á annað borð tekið á sig ábyrgð á skuldum dánarbúsins.

Ekki er hægt að fella niður ábyrgð nema að ný ábyrgð hafi verið sett í staðinn með samþykki sjóðsins. Ábyrgðarmaður skuldabréfs getur þó óskað eftir því að ábyrgð hans verði takmörkuð við  fjárhæð lánsins og þannig komið í veg fyrir að frekari lán verði greidd út á ábyrgð hans.

Að öðru leyti starfar sjóðurinn í anda laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn lána.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN