Föst afborgun
Gjalddagar og upphæðir
- Föst afborgun R-, G- og S-lána innheimtist 1. mars.
- Allra fyrsta afborgun af nýju skuldabréfi er þó 30. júní.
- Föst afborgun V-lána er 1. júlí.
- Fasta afborgun námslána þarf alltaf að greiða, óháð tekjum.
- Upphæðirnar breytast á hverju ári til samræmis við vísitölu neysluverðs 1. janúar hvers árs nema V-lánin taka mið af vísitölu neysluverðs 1. júní ár hvert.
Yfirlit yfir fastar afborganir 2018
Tegund láns | Upphæð fastrar afborgunar 2018 |
R- og G- lán | 132.190 |
S-lán | 78.276 |
V-lán | Fer eftir lánstíma |