Main Content

Önnur skuldabréf

Eftirfarandi tegundir skuldabréfa eru innheimt af Landsbankanum f.h. LÍN:

Markaðskjaralán

Það eru lán sem veitt voru á markaðskjörum vegna skólagjalda erlendis árin 1992-2005.

Skuldabréf vegna vanskila námslána

Skuldabréf þar sem greiðandi og innheimtulögmannsstofa hafa samið um að gera vanskil upp með skuldabréfi.

Skuldabréf vegna ofgreiddra námslána

Ef námsmaður fær greitt lán fyrir önn eða námsár og síðar kemur í ljós að viðkomandi átti ekki rétt á láninu eða hluta þess er það innheimt sérstaklega sem oflán.

Innheimtuferlið

Greiðendur ofantalinna skuldabréfa þurfa að snúa sér til Austurbæjarútibús Landsbankans, Borgartúni 33, 105 Reykjavík,  til að fá upplýsingar um stöðu og afborganir lánanna.

Beri innheimta Landsbankans ekki árangur fer krafan til innheimtu hjá milliinnheimtufyrirtæki og að lokum til lögmannsinnheimtu verði ekki árangur af milliinnheimtunni.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN