Main Content

Tekjutengd afborgun

Tekjutengda afborgunin tekur mið af tekjum greiðanda árið á undan endurgreiðsluári. Fjárhæð tekjustofnsins samkvæmt skattaupplýsingum er margfölduð með hlutfallslegri breytingu á vísitölu frá 1. júlí á tekjuöflunarári til 1. júlí á endurgreiðsluári.

Sé um að ræða tekjur í erlendri mynt eru þær umreiknaðar í íslenskar krónur miðað við meðalgengi tekjuársins.

Tekjustofninn og hlutfall tekna sem er notað við útreikning á upphæð afborgunar er mismunandi eftir tegund lána. Nánari upplýsingar er að finna hér fyrir neðan.

 G-lán (veitt frá 2005-)

 • Tekjutengd afborgun G-lána er reiknuð út frá útsvarsstofni og fjármagnstekjum greiðanda árið á undan endurgreiðsluári.
 • Með fjármagnstekjum er fyrst og fremst átt við vexti, arð, leigutekjur og söluhagnað. Fjármagnstekjur skiptast jafnt á milli hjóna og sambúðaraðila.
 • Með útsvarsstofni er átt við launatekjur, en einnig ýmsar aðrar tekjur s.s. lífeyrisgreiðslur og tryggingabætur, sbr. lög um tekju- og eignarskatt.
 • Endurgreiðsluhlutfall er 3,75% af tekjustofninum, fasta greiðslan á fyrri hluta ársins kemur til frádráttar.

R-lán (veitt frá 1992-2005)

 • Tekjutengd afborgun er reiknuð út frá útsvarsstofni greiðanda árið á undan endurgreiðsluári.
 • Með útsvarsstofni er átt við launatekjur, en einnig ýmsar aðrar tekjur s.s. lífeyrisgreiðslur og tryggingabætur, sbr. lög um tekju- og eignarskatt.
 • Endurgreiðsluhlutfall er 4,75% af tekjustofninum, fasta greiðslan á fyrri hluta ársins kemur til frádráttar.

S-lán (veitt 1982-1992)

 • Tekjutengd afborgun er reiknuð út frá útsvarsstofni greiðanda árið á undan endurgreiðsluári.
 • Með útsvarsstofni er átt við launatekjur, en einnig ýmsar aðrar tekjur s.s. lífeyrisgreiðslur og tryggingabætur, sbr. lög um tekju- og eignarskatt.
 • Endurgreiðsluhlutfall er 3,75% af tekjustofninum, fasta greiðslan á fyrri hluta ársins kemur til frádráttar.

V-lán (veitt til 1982)

 • Tekjutengda afborgunin reiknast sem hlutfall af tekjum (sameiginlegum tekjum ef um hjón er að ræða) umfram viðmiðunartekjur. Hlutfallið er mismunandi eftir því hvenær endurgreiðslur hófust :1979-83 = 1 % 1984=1,3% eftir 1984= 1,7%.
 • Viðmiðunartekjur fara eftir fjölskyldustærð.
 • Ef maki er einnig að greiða af V-láni þá helmingast afborganir (júlí og nóv.) hjá þeim báðum.
 • Ef greitt er einnig af S-láni á sama tíma (greiðandi með S-og V-lán) eru báðar afborganir reiknaðar samkvæmt ákvæðum lánanna og afborganir V-láns síðan dregnar frá heildarafborgun S-láns. Ef út kemur upphæð hærri en kr. 0 þá kemur gjalddagi 1. september af S-láni einnig.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN