Main Content

Undanþága frá afborgun

Undanþága frá afborgunum kemur til álita þegar:

  • Lánshæft nám, atvinnuleysi, örorka, veikindi, þungun, umönnun barna (fæðingarorlof), umönnun maka (umönnunarbætur) eða aðrar sambærilegar aðstæður valda verulegum fjárhagsörðugleikum. Almennt er miðað við að ekki séu veittar undanþágur ef árstekjur lánþega árið á undan eru yfir 4.070.000 kr. og árstekjur hjóna/sambúðarfólks árið á undan eru yfir 8.140.000 kr. (Þessar viðmiðunartölur gilda frá og með gjalddaganum 1. mars 2018).
  • Veitt undanþága lengir endurgreiðslutíma S- og V-lána sem nemur undanþágutímanum.

 Umsóknarferlið:

  • Unnt er að sækja um undanþágu frá afborgun á "Mitt svæði".
  • Umsókn þarf að berast sjóðnum eigi síðar en 60 dögum eftir gjalddaga afborgunar. Sækja þarf um undanþágu fyrir hvern gjalddaga fyrir sig.
  • Sé sótt um vegna atvinnuleysis er þeim sem eru skráðir hjá Vinnumálastofnun bent á að sækja rafræna staðfestingu og senda LÍN. Umsækjandi fer inn á vinnumalastofnun.is, skráir sig inn á "Umsókn um atvinnu og atvinnuleysisbætur/greiðsluseðlar" og sækir greiðsluseðla frá Vinnumálastofnun fyrir það tímabil sem óskað er eftir. Almenna reglan er að atvinnuleysi þarf að hafa varað a.m.k. fjóra mánuði fyrir gjalddaga. Greiðsluseðlana er unnt að vista og senda sem viðhengi í tölvupósti til LÍN á netfangið lin@lin.is.
  • Þeir sem sækja um á forsendum atvinnuleysis en eru ekki skráðir hjá Vinnumálastofnun geta lagt fram gögn til staðfestingar um virka atvinnuleit.

Ath: Ef greiðendur eru búnir að greiða afborgunina þegar undanþága er veitt geta þeir  óskað eftir endurgreiðslu. Greiðandi verður þá að taka skjámynd úr "framkvæmdar greiðslur" í heimabanka og senda til LÍN ásamt beiðni um endurgreiðslu.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN