Main Content

Ósk um staðfestingu netfanga

  • 15.10.2013

Undanfarna viku hefur tölvupóstur og bréf verið send til greiðenda þar sem óskað er eftir staðfestingu á netfangi. Þeir greiðendur sem hafa netfang skráð hjá sjóðnum hafa fengið tölvupóst sendan með slóð sem hægt er að fara inn á til að staðfesta netfang.

Rétt er benda á að slóðin byrjar á http://app.lin.is en ekki er um neins konar smáforrit að ræða, þetta er eingöngu vefsíða sem tekur við kennitölu greiðanda og netfangi og skráir netfangið sem staðfest. Þeir greiðendur sem ekki hafa netfang skráð hjá sjóðnum munu fá bréf þar sem gefin er upp einkvæm vefslóð þar sem viðkomandi þarf að slá inn kennitölu og netfang.

 

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN