Main Content

Auknar kröfur þegar skipt er um ábyrgðarmann á lánum>>

  • 01.12.2015

Yfirlýsing um auknar kröfur til lántaka og ábyrgðarmanns þegar óskað er eftir skiptum á ábyrgðarmanni.

Þegar lántaki óskar eftir að skipta um ábyrgðarmann á lánum sínum verður framvegis gerð sú krafa að lántaki sjálfur sé ekki á vanskilaskrá. Sé lánþegi á vanskilaskrá verða ábyrgðarmannaskiptin ekki framkvæmd. LÍN áskilur sér einnig rétt til að sannreyna lánshæfi nýs ábyrgðarmanns með lánshæfismati einstaklinga framkvæmdu af Creditinfo og eftir atvikum kalla eftir að nýr ábyrgðarmaður gangist undir greiðslumat.

 

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN