Main Content

Tengsl við lögheimili

Eitt af grunnskilyrðum fyrir jöfnunarstyrk er að nemandi geti sýnt fram á tengsl við lögheimili sitt.

Réttarstaða allra umsækjanda miðast við lögheimili eins og það er skráð í þjóðskrá þann dag sem auglýstur umsóknarfrestur rennur út.

Þessi tengsl geta t.d. verið að fjölskylda námsmanns búi á staðnum, að námsmaður sé þar með þinglýstan leigusamning eða eigi fasteign þar skv. fasteignavottorði.

Fjölskylda: Með hugtakinu fjölskylda er átt við foreldra nemanda, sé þeim til að dreifa - nánar tiltekið kynforeldra, stjúpforeldra, fósturforeldra eða kjörforeldra, en ella ömmur og afa nemanda; maka samkvæmt hjúskap aðila, maka samkvæmt staðfestri samvist eða maka samkvæmt skráðri sambúð í þjóðskrá, svo og börn nemanda, þ.m.t. kynbörn, stjúpbörn, fósturbörn eða kjörbörn.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN