Main Content

Útborgun vegna haustannar 2017

  • 03.01.2018

Aðra vikuna í janúar (8. – 12. janúar) mun LÍN hefja útborgun framfærslulána vegna haustannar 2017.


Í þessari viku eru starfsmenn okkar að sækja námsárangur frá skólum á Íslandi og undirbúa fyrstu útborgun. Við sækjum námsárangur frá öllum íslenskum skólum reglulega út janúar og því er óþarfi fyrir nemendur á Íslandi að senda námsárangur sinn sérstaklega.

Vegna mikilla anna á þessum árstíma er viðbúið að svartími í síma og tölvupósti sé lengri en venjulega og biðjumst við velvirðingar á því. 

Gleðilegt nýtt ár!  

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN