Main Content

Áhrif tekna á námslán

Almennt

Allar tekjur námsmanns (og maka ef sótt er um makalán) árið 2017 hafa áhrif á námslán skólaárið 2017-2018.

  • Námsmaður má hafa allt að 930.000 kr. í tekjur án þess að skerða lánið.
  • Ef tekjur eru hærri skerðist lánið sem nemur 45% af umframtekjum og er skerðingunni dreift hlutfallslega á umsóttar einingar.
  • Umframtekjum er dreift miðað við 60 ECTS-einingar, þ.e. reiknað er með ákveðinni skerðingu pr. einingu. Ef námsmaður lýkur færri en 60 einingum þá þá falla þær umframtekjur niður sem annars hefðu komið á þær einingar sem vantar upp á.


Dæmi

 

Sótt um 60 ECTS

Sótt um 50 ECTS

Tekjur 1.000.000 1.000.000
Frítekjumark 930.000 930.000
Mismunur 70.000 70.000
Skerðing láns  (45%) 31.500 26.250

 Umsækjendur sem eru að koma af vinnumarkaði eða námshléi þ.e. hafa ekki verið í skóla sl. 6 mánuði, mega hafa 2.790.000 kr. í tekjur án þess að lánið skerðist.

Sama regla gildir um umframtekjur, þ.e. 45% af umframtekjum skerða lánin.

Hvað telst til tekna

  • Allar tekjur á árinu 2017 sem mynda skattstofn teljast vera tekjur við útreikning námslána á námsárinu 2017-2018.
  • Innifalið í þessu eru m.a. launatekjur, skattskyldir náms- og rannsóknarstyrkir, kennslulaun, greiðslur í fæðingarorlofi, tryggingabætur, atvinnuleysisbætur og lífeyrisgreiðslur.
  • Til frádráttar tekjum koma skólagjöld sem námsmaður fær ekki lánað fyrir og föst afborgun námsláns sem til fellur og greidd er á aðstoðartímabilinu.  

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN