Lánshæft nám
LÍN veitir lán til:
- Náms á háskólastigi sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og gerðar eru til háskólanáms á Íslandi.
- Löggilts iðnnáms og viðurkennds starfsnáms á framhaldsskólastigi, sjá lista yfir lánshæfi á síðunni "Iðnnám og sérnám á Íslandi".
Athugið að almennt nám í framhaldsskóla til stúdentsprófs eða sambærilegs prófs er ekki lánshæft. Hins vegar geta framhaldsskólanemar, bæði í iðnnámi/starfsnámi og almennu námi til stúdentsprófs átt rétt á jöfnunarstyrk ef þeir stunda nám fjarri heimahögum. Ekki er unnt að fá námslán og jöfnunarstyrk á sama námstímabili.