Main Content

Námsframvinda

Almennt

Miðað er við að fullt nám sé 60 ECTS-einingar á námsári  eða sambærilegt.

ECTS-einingakerfið er notað víðast í Evrópu. Þar sem ECTS-einingakerfi er ekki við lýði umreiknar LÍN viðkomandi einingarkerfi yfir í ECTS-einingar. 

Til að fá greitt út námslán þarf að ljúka að minnsta kosti 22 ECTS-einingum á önn eða samsvarandi. Einingarkröfur í quarter-skólum eru 15 ECTS-einingar á önn að lágmarki.

Ekki er veitt lán umfram 60 ECTS-einingar á námsári nema námsmaður sé skráður á sumarönn.

Lán vegna sumarannar

Sækja þarf sérstaklega um lán vegna sumarannar. Námsmenn þurfa að ljúka að lágmarki 15 einingum á sumarönn en mest er lánað fyrir 20 ECTS-einingum á sumarönn.

Til að eiga rétt á skólagjaldaláni fyrir sumarönn þarf að ljúka að lágmarki 60 ECTS-einingum fyrir haust- vor- og sumarönn. Athuga skal þó árlegt hámark skólagjaldalána í sérnámi og fyrrihlutaháskólanámi og heildarhámark skólagjaldalána, sjá fylgiskjal III í úthlutunarreglum LÍN.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN