Main Content

Gátlisti yfir gögn til LÍN

Almennt – gildir fyrir alla umsækjendur

 • Sækja þarf sérstaklega um námslán fyrir hvert aðstoðarár. Hægt er að sækja um haust- og vorönn á sömu umsókn.
 • Óski námsmenn eftir láni á sumarönn þarf að sækja um það sérstaklega.
 • Einstæðir foreldrar sem eru að sækja um lán í fyrsta skipti þurfa að senda staðfestingu á forræði barns. LÍN sendir út beiðni.
 • Námsmenn sem eru að byrja í námi eða hefja aftur nám eftir hlé þurfa að samþykkja skuldabréf. LÍN sendir út skuldabréf.
 • Allir umsækjendur þurfa að staðfesta endanlegar tekjur á árinu. LÍN sendir út beiðni í tölvupósti í nóvember. 
 • LÍN sækir skattframtalsupplýsingar beint frá Ríkisskattstjóra þegar kemur að afgreiðslu vorlána. 

Námsmenn á Íslandi sértækt

 • Námsmenn í MBA námi í HÍ og HR, MPM námi í HR og mastersnámi á Bifröst þurfa að skila innritunarvottorði.
 • Iðnnámsnemar sem eru að sækja um í fyrsta skipti þurfa að skila staðfestingu frá skóla um stöðu í námi.
 • Námsmenn í sérskólum sem greiða skólagjöld eru beðnir um innritunarvottorð þegar þeir hefja nám.

Námsmenn erlendis

 • Allir umsækjendur í nýju námi erlendis þurfa að skila innritunarvottorði frá skólanum.
 • Ef sótt er um lán vegna skólagjalda þarf að senda staðfestingu á upphæð þeirra.
 • Námsmenn þurfa sjálfur að senda LÍN námsárangur eftir hverja önn.

Námsmenn erlendis sértækt

 • Norðurlönd: Allir umsækjendur á Norðurlöndunum þurfa að senda  skattframtalsupplýsingar frá námslandinu áður en vorlán er greitt út. LÍN sendir út beiðni.
 • Bandaríkin, Kanada og Ástralía: Námsmenn í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu fá eyðublöð send frá LÍN sem skólinn þarf að fylla út. Námsmenn á fyrstu önn í nýju námi fá eyðublöð sem nefnast „Course of study“ og  „Educational cost and Financial aid“. Þeir sem eru lengra komnir í námi þurfa aðeins að láta fylla út seinna eyðublaðið.
 • Bretland og Írland: Senda þarf upplýsingar frá skóla um skólagjöld á námsárinu. 

Athugið; þessi listi er ekki tæmandi – einstakir námsmenn kunna að fá beiðnir vegna sérstakra aðstæðna.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN