Main Content

Útborgun námsláns

Útborgun námslána

Námslán er greitt þegar staðfesting um lánshæfan námsárangur liggur fyrir. Útborgun framfærsluláns fyrir haustmisseri hefst þannig í janúar og útgreiðsla fyrir vormisseri í byrjun maí.

Þó er heimilt að greiða út skólagjaldalán við upphaf annar til lánþega sem lokið hafa að minnsta kosti einni önn í lánshæfu námi.

Forsendur útborgunar

Til að hægt sé að afgreiða lán þurfa umsækjendur einnig að standa skila á öllum  gögnum sem sjóðurinn kann að hafa sent beiðni um.

Þess má geta að ekki þurfa allir að senda viðbótargögn með umsókninni, það fer  eftir aðstæðum og stöðu í námi. Umsækjendur geta fylgst með stöðu sinna mála á Mitt svæði. Þar kemur fram hvort gögn vantar frá námsmanni sem stöðva afgreiðslu lánsins.

Mikilvægt er að lesa tilkynningar frá sjóðnum vandlega og skila inn öllum umbeðnum gögnum ekki síðar en tveimur mánuðum eftir að beiðni berst. Ef gögnum er ekki skilað fyrir þann tíma er heimilt að fella umsókn um námslán úr gildi.
 
Á Mitt svæði geta námsmenn einnig nálgast lánsáætlun, yfirlit yfir útborganir lána og ýmis yfirlit og umsóknareyðublöð.

Athugið að sækja um námslán áður en umsóknarfrestur rennur út. Til að fá námslán fyrir haustmisseri er hægt að sækja um til og með 30. nóvember. Umsóknarfrestur um lán á vorönn er til og með 30. apríl og 30. júní fyrir sumarönn.

Athugið einnig að ef námsmenn hafa fengið námslán áður, þurfa þeir að vera í skilum við sjóðinn.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN