Main Content

Skuldabréf

Útborgun lána er háð því skilyrði að LÍN hafi undir höndum undirritað skuldabréf sem þar sem lánþegi ábyrgist endurgreiðslu lánsins.

  • Námsmenn fá skuldabréfin send til undirritunar frá Lánasjóðnum áður en kemur að fyrstu útborgun.
  • Ef námsmaður gerir ekki lengra hlé á námi sínu en eitt skólaár er hægt að nýta sama skuldabréfið allan námstímann. Geri námsmaður meira en eins árs hlé á námi verður eldra skuldabréfinu lokað og nýtt skuldabréf gefið út ef viðkomandi hefur aftur nám.
  • Námsmenn erlendis athugið: Umboðsmaður má undirrita skuldabréfið fyrir hönd námsmanns.
  • Tveir aðilar þurfa að votta rétta undirskrift á skuldabréf. Að gefnu tilefni er bent á að starfsmönnum LÍN er ekki heimilt að að votta undirskriftir.
  • Almennt þarf ekki að vera ábyrgðarmaður á skuldabréfinu.
  • Námsmenn sem eru í vanskilum við sjóðinn geta ekki fengið lán að nýju fyrr en búið er að koma afborgunum lána í skil.
  • Önnur skilyrði sem námsmenn þurfa að uppfylla til að teljast lánshæfir eru m.a. að þeir séu ekki á vanskilaskrá. Einnig er skilyrði að bú þeirra sé ekki í gjaldþrotameðferð og hafi ekki áður verið tekið til gjaldþrotaskipta, svo og að sjóðurinn hafi ekki áður þurft að afskrifa lán gagnvart viðkomandi.
  • Teljist námsmaður ekki lánshæfur skv. framangreindu getur hann sótt um undanþágu, enda sýni hann fram á annað eða tilgreini ábyrgðarmann að láninu.
  • Hægt er að láta taka veð í fasteign í staðinn fyrir ábyrgðarmann.

 

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN