Main Content

Áhættustefna LÍN

  • 01.12.2016

Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur sett sér meðfylgjandi áhættustefnu. Áhættustefnan er sett fram af stjórn LÍN og var samþykkt á stjórnarfundi þann 25. október 2016 í fyrstu útgáfu.

Áhættustefna LÍN byggir á skilgreiningu á áhættustýringu sem felst í að móta eftirlitskerfi sem gerir sjóðnum kleift að greina, vakta, meta, mæla og stýra áhættum í starfsemi LÍN. Markmið áhættustefnunnar er að tryggja viðeigandi umgjörð samhæfðrar áhættustýringar í samræmi við hlutverk, stærð og eðli sjóðsins til að stuðla að því starfsemi að LÍN sé hagkvæm og markmiðum stofnunarinnar sé náð. Fyrirhugað er að áhættustefna LÍN verði uppfærð í framhaldinu samhliða þróun áhættustýringar LÍN.

Áhættustefna LÍN

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN