Main Content

Málskotsnefnd

Menntamálaráðherra skipar þriggja manna málskotsnefnd til fjögurra ára í senn og skulu nefndarmenn vera lögfræðingar.

Nefndin sker úr um hvort úrskurðir stjórnar LÍN eru í samræmi við ákvæði laga og reglugerða.

Námsmenn (umboðsmenn), greiðendur og ábyrgðarmenn sem fengið hafa úrskurð stjórnar LÍN geta kært úrskurðinn til málskotsnefndar.

Málskotsnefnd er sjálfstæð kærunefnd og tekur LÍN því hvorki á móti kærum til málskotsnefndar né svarar fyrirspurnum sem tengjast úrvinnslu mála nefndarinnar.

Þegar úrskurður málskotsnefndar liggur fyrir er hann bindandi. Úrskurður málskotsnefndar er endanlegur á stjórnsýslustigi. Ef úrskurður stjórnar LÍN er staðfestur stendur sú ákvörðun en ef hann er felldur úr gildi þarf stjórn LÍN að fjalla aftur um málið.
 

Málskotsnefnd er þannig skipuð:

Bjarnveig Eiríksdóttir, formaður
Sonja M. Hreiðarsdóttir
Helgi Birgisson

Póstfang nefndarinnar er: Laugavegur 77, 101 Reykjavík

Senda kæru

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN