Main Content

Orðalisti

Aðstoðarár

Réttur námsmanna til námslána er tiltekinn sem fjöldi aðstoðarára. Hafi námsmaður fengið lán fyrir 31-60 ECTS-einingum telst hann hafa fengið lán fyrir eitt aðstoðarár. Lán fyrir 30 ECTS-einingum eða færri telst lán fyrir hálft aðstoðarár.

Aðstoðartímabil

Það tímabil á námsárinu sem námsmaður þiggur lán fyrir.

ECTS-eining

ECTS (European Credit Transfer and Accumulation System) er samræmdur mælikværði á nám í aðildarríkjum Evrópusambandsins og annarra þátttakenda í Bologna-ferlinu. 60 ECTS-einingar jafngilda fullu námsári.

Fjórðungur/önn

Ef skólaári er skipt í þrjú tímabil, þ.e. haust- vetrar- og vorönn er miðað við að námsmaður í fullu námi hafi stundað nám í þrjá fjórðunga (annir) á skólaárinu.

Fullt nám

Námsmaður telst ljúka fullu námi ljúki hann 60 ECTS-einingum á skólaárinu.

Grunnframfærsla

Sú fjárhæð sem sýnir lánsþörf námsmanns í leiguhúsnæði á námstíma eins og hún er skilgreind af stjórn sjóðsins.

Lokun skuldabréfs

Skuldabréfi er lokað við lok þess tímabils sem námsmaður þiggur námslán, þ.e. við lok síðasta aðstoðartímabilsins. Vextir reiknast á lánið frá og með lokun skuldabréfs og almennt er miðað við að endurgreiðslur þess hefjist tveimur árum síðar.

Misseri

Ef skólaári er skipt upp í tvö jafnlöng tímabil að jafnaði, haust- og vormisseri er miðað við að námsmaður í fullu námi hafi stundað nám í tvö misseri. Sumarmisseri telst vera þriðja misserið.

Námsferill

Námsbraut sem lýkur með tiltekinni prófgráðu. Nýr námsferill hefst skipti námsmaður um skóla, námsgrein eða prófgráðu.

Sérnám

Starfstengt nám sem ekki er kennt á háskólastigi. Nám á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs telst ekki til sérnáms.

Sjálfskuldarábyrgð

Skuldarábyrgð sem er þannig háttað að ábyrgðarmanni er skylt að greiða skuldina á gjalddaga þótt kröfuhafi hafi engar tilraunir gert til að fá hana greidda hjá aðalskuldara.

Skólaár

Er almennt 9 mánuðir og hefst að hausti og lýkur að vori. Ef námsmaður stundar nám á sumarönn tilheyrir sú önn undangengnu skólaári.

Svigrúm

Möguleg lágmarksnámsframvinda og heildarlánstími í tilteknu námi. Er meðal annars átt við fjölda eininga sem heimilt er að lána fyrir og fjölda mögulegra aðstoðarára.

Undirbúningsnám

Nám til undirbúnings námi á háskólastigi.

Útreikningsmynt

Námslán eru reiknuð í mynt þess lands þar sem námsmaður stundar nám sitt. Í ákveðnum tilvikum er útreikningsmynt önnur en mynt námslands.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN