01

Ábyrgðir

Þegar lán eru veitt með ábyrgð, eða þegar skipt er um ábyrgð, þarf lántaki fyrst að fara í greiðslumat. Er það gert í samræmi við lög um ábyrgðarmenn þar sem LÍN þarf að geta kynnt nýjum ábyrgðarmanni greiðslugetu skuldara áður en ábyrgðarmaður skrifar upp á ábyrgðina.

 

02

Sjálfskuldarábyrgð

Með því að gangast í ábyrgð fyrir námsláni er ábyrgðarmaður skuldbundinn til að greiða af námsláninu um leið og um vanskil eiga sér stað. Sjóðurinn tilkynnir ábyrgðarmanni ef um vanskil er að ræða.

Ekki er hægt að fella niður ábyrgð nema að ný ábyrgð hafi verið sett í staðinn með samþykki sjóðsins.

Hámarksábyrgð hvers ábyrgðarmanns er 7 milljónir króna.

 

03

Veðtryggingar

Námsmaður getur óskað eftir því að setja fasteign að veði til tryggingar námsláni.

Gögn sem þarf að leggja fram:

Veðbókarvottorð (þinglýsingarvottorð) fasteignarinnar frá sýslumanni.

Núverandi eftirstöðvar þeirra lána sem eru á þinglýsingarvottorði frá viðkomandi lánastofnun(um).

Fasteigna- og brunabótamat frá Þjóðskrá Íslands.

Miðað er við að áhvílandi lán að viðbættu láni frá sjóðnum fari ekki yfir 85% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis og sé innan 85% af brunabótamati.

Heimilt er að fara fram á sölumat löggilts fasteignasala og er þá miðað við 80% af sölumati.

Séu skilyrðin hér fyrir ofan uppfyllt útbýr LÍN veðtryggingarbréf sem verður sent eiganda fasteignarinnar til undirritunar og í framhaldi af því þarf hann að fara með það í þinglýsingu.

Þegar veðtryggingarbréfinu hefur verið skilað undirrituðu og þinglýstu til LÍN tekur veðtryggingin gildi.