Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Aukainnborgun uppgreiðsluafsláttur

Aukainnborgun

Heimilt er að greiða inn á lán hjá LÍN að vild. Ekkert gjald er innheimt vegna innborgana á lán. Þegar innborgun er framkvæmd skal senda kvittun á netfangið lin@lin.is þar sem fram kemur kennitala lántaka.

Uppgreiðsluafsláttur

Einstaklingur sem greiðir upp ógjaldfallið námslánaskuldabréf á rétt á uppgreiðsluafslætti sem nemur 7% af ógjaldföllnum eftirstöðvum hins uppgreidda skuldabréfs fyrir uppgreiðslu.

Ef uppgreiðsla fer fram 30 dögum eða skemur fyrir gjalddaga er ekki veittur uppgreiðsluafsláttur af þeirri fjárhæð sem nemur fjárhæð næsta gjalddaga. 

Framangreind heimild miðast við að eftirstöðvar lánsins séu greiddar í einni greiðslu. Einstaklingar eiga ekki rétt á uppgreiðsluafslætti vegna uppgreiðslu námsláns nema endurgreiðsla á einu eða fleiri námslána hans sé hafin, sbr. 7. kafla í úthlutunarreglum LÍN, og þá eingöngu á þeim lánum sem verið er að greiða af.

Sækja þarf um uppgreiðsluafslátt innan þriggja mánaða frá því að uppgreiðsla fór fram. Að þeim tíma liðnum verður ekki veittur uppgreiðsluafsláttur.

Uppgreiðsluafsláttur skal endurgreiddur til þess aðila sem greiddi upp námslánið (getur verið annar en skuldari).

Til þess að beiðni um uppgreiðsluafslátt verði afgreidd skal senda greiðslukvittun þar sem fram kemur hver greiðir lokagreiðsluna, ásamt reikningsupplýsingum þess aðila. 

Bankaupplýsingar 

Reikningsnúmer: 0111-26-205

Kennitala: 7101690989