Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Greiðsluleiðir

LÍN sendir ekki út greiðsluseðla á pappírsformi nema greiðandi óski sérstaklega eftir því. Hafi greiðandi óskað eftir að fá senda greiðsluseðla á pappír leggst kostnaður við útprentun og póstsendingu á fjárhæð hvers gjalddaga.

Kröfur LÍN birtast í íslenskum heimabönkum auk þess sem greiðsluseðlar eru almennt sendir í tölvupósti á það netfang sem skráð er hjá sjóðnum.

Almennt er hentugast fyrir greiðendur að greiða afborganir í gegnum heimabanka en sé það af einhverjum ástæðum illfært má einnig millifæra inn á reikning sjóðsins. Bankaupplýsingar eru eftirfarandi:

Kennitala: 710169-0989
Reikningsnr.: 0111-26-205

Greiðendur námslána eiga þess kost að sækja um greiðsludreifingu á afborgunum. Kostnaður við greiðsludreifingu er 2% af heildarfjárhæð afborgunar. Greiðsludreifing felur í sér að hverri afborgun námslána er skipt niður í sex jafnar greiðslur sem eru á gjalddaga einu sinni í mánuði. Þar sem afborganir námslána eru á gjalddaga á sex mánaða fresti, þ.e. 1. mars og 1. september ár hvert, verða árlegir gjalddagar með greiðsludreifingu alls 12 talsins, fyrsta dag hvers mánaðar.

Athugið að þeir greiðendur sem eru að hefja endurgreiðslur eru yfirleitt með fyrsta gjalddaga 30. júní. Þeim gjalddaga er aðeins hægt að dreifa á 2 mánuði  með gjalddaga 30.6. og 30.7. og er afgreiðslugjaldið þá 0,5% í það skiptið.

Nauðsynlegt er að greiða gjalddaga greiðsludreifingar með kröfu í heimabanka, eða eftir kröfurönd. Ef greiðsludreifingarkrafa er greidd eftir öðrum leiðum, s.s. með millifærslu, fellur samkomulag um greiðsludreifingu úr gildi.

Sé afborgun greiðsludreifingar ekki greidd á eindaga, leggjast á dráttarvextir frá gjalddaga. Verði ekki staðið í skilum með einstaka afborganir greiðsludreifingar verður greiðsludreifingin felld úr gildi og heildarafborgun mynduð frá upphaflegum gjalddaga hennar, með tilheyrandi dráttarvöxtum og innheimtukostnaði eftir atvikum.

Sótt er um greiðsludreifingu á Mitt LÍN undir "Umsóknir". Ekki er hægt að sækja um greiðsludreifingu ef greiðandi er í vanskilum með eldri afborganir námslána.

Umsóknarfrestur um greiðsludreifingu er þar til 25 dögum eftir gjalddaga afborgunar. Berist umsókn eftir þann tíma, tekur hún gildi frá og með næstu afborgun. Ef umsókn berst eftir að gjalddagi afborgunar hefur verið myndaður í banka, geta liðið allt að 4 dagar þar til gjalddaginn uppfærist í heimabanka.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um greiðsludreifingu fyrir hverja afborgun, en umsókn helst í gildi fyrir næstu afborganir þar til hún hefur verið ógilt af greiðanda á Mitt LÍN eða felld niður af LÍN í samræmi við ofangreint.  

Heildarafborgunum sem eru lægri en kr. 30.000 verður ekki dreift, en greiðsludreifingin fellur þó ekki úr gildi fyrir næstu afborganir ef þær eru hærri.

Hægt er að sækja um að greiða afborgun námsláns með kreditkorti, annað hvort í heilu lagi eða með dreifingu til 6 mánaða. Kostnaður vegna kortaafborgunar er 1,5% af fjárhæð heildarafborgunar ef afborgun er greidd í heilu lagi með kreditkorti, en ef afborgun er dreift á 6 mánuði með kreditkorti er kostnaðurinn 3%. 

Athugið að þeir greiðendur sem eru að hefja endurgreiðslur eru yfirleitt með fyrsta gjalddaga 30. júní. Þeim gjalddaga er aðeins hægt að dreifa á 2 mánuði og er afgreiðslugjaldið þá 2% í það skiptið. 
Skuldfært er af greiðslukortum 10. - 18. hvers mánaðar, en greiðsla er færð inn miðað við gjalddaga og því reiknast ekki dráttarvextir á greiðsluna. 
Nái skuldfærsla ekki fram að ganga, s.s. vegna þess að ekki er næg heimild á korti, kort útrunnið eða korti hafnað af öðrum ástæðum, er greiðanda send tilkynning um það í tölvupósti. Bregðist greiðandi ekki við þeim pósti er kortaafborgun felld niður og gjalddaginn innheimtur með hefðbundnum hætti. Í þeim tilvikum reiknast dráttarvextir á kröfuna frá gjalddaga, ásamt innheimtukostnaði eftir atvikum. 

Sótt er um kortaafborgun á Mitt LÍN undir „Umsóknir“. Aðeins er tekið við Visa og Mastercard kortum. 

Umsóknarfrestur um skuldfærslu á kreditkort er þar til 25 dögum eftir gjalddaga afborgunar. Berist umsókn eftir þann tíma, tekur hún gildi frá og með næstu afborgun. 
Ekki þarf að sækja sérstaklega um skuldfærslu á kreditkort fyrir hverja afborgun, en umsókn helst í gildi fyrir næstu afborganir þar til hún hefur verið ógilt af greiðanda á Mitt LÍN eða felld niður af LÍN í samræmi við ofangreint. Athugið einnig að ef krafa er greidd með öðrum hætti, svo sem millifærslu, fellur umsóknin niður. 

Heildarafborgunum sem eru lægri en kr. 30.000 verður ekki dreift, en greiðsludreifing á kreditkort fellur þó ekki úr gildi fyrir næstu afborganir ef þær eru hærri.


 

Þegar millifærsla er framkvæmd erlendis frá er mikilvægt að kennitala lántaka sé gefin upp í skýringu. Ef afborgun námsláns er greidd með erlendri millifærslu er einnig mikilvægt að greiða a.m.k. 1000 kr. meira en fjárhæð afborgunnar. Ástæða þess er að móttökubanki á Íslandi tekur gjöld sem dregin eru frá millifærslufjárhæð áður en greiðslan er færð á bankareikning LÍN.

LÍN fær greiðsluna í íslenskum krónum á gengi móttökudags. Hugsanlegur munur á gengi sendingardags og móttökudags er ekki á ábyrgð LÍN. Berist LÍN lægri fjárhæð en sem nemur afborgun og hugsanlegum gjöldum, telst afborgunin óuppgerð og kann að verða send í innheimtu.

Berist LÍN hærri fjárhæð með erlendri millifærslu en þurfti til að greiða afborgun, er umframfjárhæð færð inn á námslán viðkomandi greiðanda og kemur til lækkunar á eftirstöðvum.

Hér fyrir neðan má finna bankaupplýsingar sem nauðsynlegar eru svo hægt sé að framkvæma millifærslu erlendis frá inn á reikning LÍN.

Beneficiary name

LIN (Lanasjodur islenskra namsmanna, Borgartuni 21, 105 Reykjavik, Iceland

Beneficiary account

IS45 0111 26 000205 7101690989

Beneficiaries bank

NBI HF (SWIFT: NBIIISRE )

Ef gerð er krafa um það skal síðan velja viðeigandi línu eftir því í hvaða mynt greiðsla er innt af hendi:

NBI's CAD correspondent: ROYCCAT

NBI's CHF correspondent: CITIGB2L

NBI's DKK correspondent: JYBADKKK

NBI's EUR correspondent: CITIGB2L

NBI's GBP correspondent: CITIGB2L

NBI's JPY correspondent: CITIGB2L

NBI's NOK correspondent: DNBANOKK

NBI's SEK correspondent: ESSESESS

NBI's USD correspondent: CITIUS33

Mikilvægt er að fram komi í skýringum greiðslu fullt nafn og kennitala greiðanda.

Ath: Ekki er heimilt að greiða gjalddaga greiðsludreifingar með millifærslu peninga heldur verður að greiða kröfu í gegnum íslenskan heimabanka.