01

Umsóknarskilyrði

Umsækjendur þurfa að vera orðnir fjárráða (18 ára) til að geta sótt um námslán. Þá þurfa umsækjendur að uppfylla ákveðin búsetuskilyrði og/eða skilyrði um tengsl við Ísland sem íslenskir eða erlendir ríkisborgarar.

Umsækjendur þurfa að teljast lánshæfir sem lántakendur hjá sjóðnum og mega til dæmis ekki vera á vanskilaskrá eða í vanskilum við sjóðinn með eldri lán. Námsmenn á vanskilaskrá geta þó í vissum tilvikum átt rétt á námslánum ef þeir veita tryggingu fyrir lánunum s.s. í formi ábyrgðarmanns. Nánari upplýsingar um lánshæfisskilyrði má finna hér. Skilyrði sem einstaklingur þarf að uppfylla til að gerast ábyrgðarmaður má finna hér.

Reiknivél Sækja um

02

Mikilvægar dagsetningar

30 jún
2018
Umsóknarfrestur til að sækja um námslán fyrir sumarönn 2018 er til og með 30. júní 2018.
Sækja um námslán
14 okt
2018
Vottorð um námsárangur frá skólum erlendis
Sækja um námslán
15 nóv
2018
Umsóknarfrestur til að sækja um námslán fyrir haustönn 2018 er til og með 15. nóvember 2018.
Sækja um námslán
03

Frá umsókn til útborgunar

An exception occurred: Invalid column name '"order"'.
04

Tegund lána

Framfærslulán

Framfærslulán fela í sér lán til framfærslu námsmanns miðað við fjölskylduaðstæður eins og þær eru skráðar í þjóðskrá. Ef viðkomandi býr í leigu- eða eigin húsnæði bætist einnig við lán vegna húsnæðiskostnaðar, sjá greinar 4.1 og 4.2 í úthlutunarreglum sjóðsins.

Skólagjaldalán

Hægt er að sækja um lán fyrir skólagjöldum. Aðeins er veitt skólagjaldalán vegna skólagjalda umfram 75.000 kr. á hverju námsári.

Meðlagslán

Námsmenn sem greiða meðlag geta sótt um meðlagslán meðan á námi stendur.

Makalán

Hægt er að sækja um aukalán vegna maka ef maki námsmanns er óvinnufær meðan á námi stendur. Slíkt getur til dæmis átt við ef maki fær ekki atvinnuleyfi meðan námsmaður er í námi erlendis eða ef maki námsmanns er óvinnufær vegna veikinda, örorku eða umönnunar langveikra barna.

Renna til vinstriRennat til hægri
06

Viðhengi og fylgiskjöl

Skattframtalsupplýsingar

LÍN sækir skattframtalsupplýsingar beint frá Ríkisskattstjóra þegar kemur að afgreiðslu vorlána.

Staðfesting á endalegum tekjum

Allir umsækjendur þurfa að staðfesta endanlegar tekjur á árinu. LÍN sendir út beiðni í tölvupósti í nóvember.

Skuldabréf - samþykkja

Námsmenn sem eru að byrja í námi eða hefja aftur nám eftir hlé þurfa að skrifa undir skuldabréf. LÍN sendir út skuldabréf.

Staðfesting á forræði barns - einstæðir foreldrar

Einstæðir foreldrar sem eru að sækja um lán í fyrsta skipti þurfa að senda staðfestingu á forræði barns. LÍN sendir út beiðni.

Staðfesting á leigugreiðslum

Húsnæði á námstíma

Námsmenn í leiguhúsnæði þurfa að sanna eðlilegar leigugreiðslur með því að gefa upp leigugreiðslur sínar í skattframtali.

Námsmenn í eigin húsnæði geta átt von á að verða beðnir um að skila staðfestingu frá Þjóðskrá Íslands/fasteignamati um húsnæðiseign.

Tekjuupplýsingar

Allir umsækjendur skulu skila staðfestingu eða breytingu á fyrri áætlun vegna tekna á árinu 2018 áður en lán fyrir haustönn er greitt út.

LÍN sendir út beiðni í tölvupósti þegar þar að kemur.

Áður en kemur að afgreiðslu vorláns
þarf sjóðurinn að fá tekjuupplýsingar úr skattframtali námsmanns.

LÍN sækir upplýsingar um tekjur umsækjenda námslána frá Ríkisskattstjóra. Hafi einstaklingar skilað skattframtali á réttum tíma þarf því ekki að skila tekjuupplýsingum sérstaklega til LÍN.

Sækja um námslán