Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Of hátt lán greitt út

Ef námsmaður hefur fengið greitt lán sem hann reyndist ekki eiga rétt á þarf hann að endurgreiða það. Ástæður þess að lán er ofgreitt geta verið með ýmsu móti en eftirfarandi eru dæmi um algengar ástæður:

Námsmaður gefur upp tekjur í tekjuáætlun sem reynast svo lægri en tekjur hans samkvæmt skattframtali.

Námsmaður gefur upp í umsókn sinni að hann sé í leigu- eða eigið húsnæði en reynist síðar vera í leigulausu húsnæði (foreldrahúsnæði).
Námsmaður fær fyrirframgreidd skólagjaldalán fyrir tiltekið misseri en uppfyllir svo ekki skilyrði fyrir námslán á misserinu, t.d. vegna þess að ekki er skilað gögnum um lágmarksnámsframvindu.

Eigi lánþegi rétt til námslána á næsta misseri eftir að ofgreiðsla átti sér stað er heimilt að draga fjárhæð hins ofgreidda láns frá fjárhæð væntanlegs láns og skuldajafna þannig ofgreiðsluna. Sé ekki mögulegt að skuldajafna þarf lánþegi að gera hið ofgreidda lán upp.


Lánþegi hefur þá tvo valkosti, annað hvort að staðgreiða hið ofgreidda lán eða gera það upp með sérstöku skuldabréfi með ábyrgðarmanni.

Sé endurgreiðslukröfunni ekki sinnt verður námslánaskuldabréfinu lokað og hið ofgreidda lán innheimt sem aukaafborgun af námsláninu.

Sækja um námslán