01

Skiptinám

Skiptinemar skulu gefa upp á lánsumsókn sinni það nám og þann skóla sem þeir eru skráðir í á Íslandi og munu væntanlega útskrifast frá. Ekki á að sækja um vegna námsins erlendis enda eru allar einingar metnar inn í nám viðkomandi á Íslandi.

Skiptinemar geta óskað eftir að fá sömu framfærslu og gildir í því landi eða borg þar sem skiptinámið er stundað og miðast útreikningar á framfærslu í nýju landi á námsárinu 2018-2019 við gengi 1. apríl 2018. 

Þessi regla á þó ekki við um Erasmus- og Nordplus-styrkþega og aðra skiptinema sem njóta sambærilegra styrkja í skiptinámi sínu. 

Sömu námskröfur eru gerðar til skiptinema og til nema í námi á Íslandi. Fullt nám á skólaári telst vera 60 ECTS-einingar, en ljúka þarf a.m.k. 22 ECTS-einingum á önn til að eiga rétt á námsláni.

Ekki skal senda gögn um námsárangur erlendis frá beint til LÍN, heldur til skólans á Íslandi sem metur þau inn í námið hér og staðfestir svo við LÍN.

Fari skiptinemar til Norðurlandanna og verði að færa lögheimili sitt þangað, er æskilegt að þeir tilnefni einhvern tengilið hér á landi sem getur tekið við bréfasendingum frá sjóðnum ef þess gerist þörf.

Sækja um námslán