01

Útborgun námslána

Námslán eru greidd út þegar LÍN hefur borist staðfesting á að viðkomandi námsmaður hafi skilað lánshæfri námsframvindu (að lágmarki 22 ECTS-einingum eða ígildi þess) á misserinu en þó aldrei fyrr en í lok misseris. Útborganir námslána til þeirra sem hafa skilað námsárangri hefjast á eftirfarandi tímum:

15 ágú
2018
Sumarönn – útborganir hefjast í byrjun ágúst
15 jan
2019
Haustmisseri - útborganir hefjast í janúar
15 maí
2019
Vormisseri – útborganir hefjast í byrjun maí

 

Hægt er að sækja um að fá skólagjaldalán greidd út í upphafi misseris að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það á þó einungis við um skólagjaldalán og eru framfærslulán sömu nemenda eftir sem áður greidd í lok annar.

Námsmaður sem hefur fengið skólagjaldalán greidd út fyrirfram en uppfyllir síðan ekki kröfur um lágmarksnámsframvindu á misserinu eða er af öðrum orsökum ekki með lánshæfan námsárangur þarf að endurgreiða hið fyrirframgreidda skólagjaldalán sem ofgreitt lán.

Vilji námsmaður fá skólagjaldalán afgreidd fyrirfram þarf meðal annars að uppfylla þau skilyrði að viðkomandi námsmaður hafi áður lokið að lágmarki einni önn í lánshæfu námi og sé ekki þegar með útistandandi fyrirframgreitt skólagjaldalán frá fyrri misserum.

Fylgiskjöl eða gögn sem námsmanni ber að skila vegna umsóknar um námslán skulu berast sjóðnum eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Eftir þann tíma er heimilt að líta svo á að námsmaður hafi dregið umsókn sína til baka.

Þó skal á það bent að lokafrestur til að skila gögnum varðandi tiltekið námsár er til 15. janúar árið eftir. Lokafrestur til að skila gögnum vegna námsársins 2017-2018 er þannig til 15. janúar 2019 og vegna námsársins 2018-2019 til 15. janúar 2020.

Sækja um námslán