Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Námsframvinda

Fullt nám telst 60-ECTS einingar á hverju skólaári, það er 30-ECTS einingar á hverju misseri eða ígildi þess ef einingar eru á öðru formi. Lágmarksnámsframvinda til að fá afgreidd námslán er 22-ECTS einingar á hverju misseri.

Fullt nám í fjórðungaskólum (skólar þar sem skólaári er skipt niður á haust-, vetrar- og vorönn í stað haust- og vorannar) er 20-ECTS einingar á hverri fjórðungsönn (samtals 60-ECTS einingar á skólaári) og lágmarksnámsframvinda því 15 ECTS-einingar á hverri önn.

Í sumum skólum er boðið upp á nám á sumarönn. Fullt nám á sumarönn er 20 ECTS-einingar og lágmarksnámsframvinda 15 ECTS-einingar. Vakin er athygli á því að skólagjaldalán eru ekki veitt á sumarönn nema námsmaður ljúki að minnsta kosti 60 ECTS-einingum á námsárinu öllu að sumarönn meðtalinni.

Aukið svigrúm í námi/undanþágur

Að loknu skólaári (haust- og vorönn) er árangur ársins gerður upp. Skili námsmaður samanlagt a.m.k. 44 ECTS-eininga árangri á skólaárinu í heild, á hann rétt á láni í hlutfalli við árangur á einstökum önnum skólaársins.
Það er þó skilyrði í þessu tilfelli að námsmaður hafi verið skráður í a.m.k. 22 ECTS-eininga nám á hverju misseri og samsvarandi hlutfall í fjórðungaskólum til loka annar.


Vegna veikinda, barnsburðar, örorku og lesblindu

Námsmenn geta sótt um aukið svigrúm í námi ef veikindi, barnsburður, örorka eða annað, s.s. lesblinda, gera að verkum að þeim tekst ekki að skila lágmarksnámsárangri á tiltekinni önn.

Sé aukið svigrúm veitt eru lánseiningar hækkaðar upp í lágmarksnámsframvindu (almennt 22 ECTS-einingar) en aldrei umfram það.

Nánar er fjallað um aukið svigrúm í námi í kafla 2.4 í úthlutunarreglum LÍN.

Sækja um námslán