Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Vottorð frá skólum um námsframvindu

Flestir skólar á Íslandi senda námsframvindu í fjöldakeyrslu til LÍN í lok hverrar annar að því gefnu að námsmenn hafi veitt heimild til að skólinn sendi LÍN persónuupplýsingar. Nemendur í námi á Íslandi þurfa því almennt ekki að senda upplýsingar um námsárangur sérstaklega en frá því eru undantekningar.

Ef námsmaður lýkur námskeiðum utan hefðbundins tímabils námsárangursskila þarf hann að senda vottorð um námsárangur sérstaklega.
Sem dæmi er hefðbundið tímabil námsárangursskila fyrir haustmisseri á tímabilinu desember - febrúar ár hvert og fyrir vormisseri maí – júní ár hvert.

LÍN keyrir námsárangur reglulega inn rafrænt á þessum tímabilum en ekki utan þeirra. Námsmenn sem skila námsárangri seinna en venjulega þurfa því að láta senda árangurinn sérstaklega.

Ekki er hægt að móttaka námsárangur úr skiptinámi í rafrænni keyrslu frá skólum. Námsmenn í skiptinámi þurfa því að fá nemendaskrá síns skóla til að senda staðfestingu á loknu skiptinámi á tiltekinni önn.

LÍN á almennt ekki í beinum samskiptum við erlenda skóla og þurfa námsmenn í námi erlendis því sjálfir að sjá til þess að námsárangur berist LÍN.

Vottorð um námsárangur er ekki tekið gilt sem staðfesting nema það innihaldi eftirtalin atriði:

  • Heiti skólans og þess náms sem stundað er.
  • Fullt nafn og kennitala eða fæðingardagur námsmanns.
  • Tilgreina þarf fjölda lokinna eininga en sé námsárangur ekki gefinn upp í einingum þarf að koma fram greinargott mat á námsárangri/ ástundun.
    Hvaða önn námsárangurinn tilheyrir.
  • Undirskrift starfsmanns skóla, stimpill skóla eða annað sem tryggir að vottorðið sé ekta.

Heimilt er að veita lán að fengnu ástundunarvottorði ef námsmaður tekur einungis próf einu sinni á ári eða eftir lengri tíma. Lán er þá veitt í samræmi við árangur ef námsframvinda er metin í vottorðinu. Heimilt er að veita lán út á 30 ECTS-einingar ef skýrt kemur fram í vottorði að viðkomandi hafi stundað fullt nám. Þegar niðurstaða námsársins liggur fyrir er námsframvindan endurmetin og kunna áður afgreidd lán að vera endurkræf sem ofgreidd lán.

 

Sækja um námslán