Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Skólagjaldalán

Námsmenn sem greiða skólagjöld í skóla sínum geta sótt um sérstakt skólagjaldalán hjá LÍN. Fjárhæð skólagjaldaláns tekur mið af fjárhæð skólagjalda í viðkomandi námi en þó eru á því ákveðnar takmarkanir. 

Sjálfsfjármögnun skólagjalda

Ekki er lánað fyrir fyrstu 75.000 kr. af skólagjöldum hvers námsárs. Tökum dæmi: Ef skólagjöld í tilteknu námi eru 200.000 kr. á hvoru misseri (haust og vor) eða 400.000 kr. yfir námsárið nemur skólagjaldalán haustannar 125.000 kr. en skólagjaldalán vorannar 200.000 kr. Ef skólagjöld í tilteknu námi eru jafnhá eða lægri en 75.000 kr. á hverju ári er því ekki lánað fyrir skólagjöldum.

 

Hámark skólagjaldalána

Hver námsmaður getur aðeins fengið tiltekna fjárhæð í skólagjaldalán yfir allan sinn námsferil. Þegar námsmaður hefur nýtt alla þá fjárhæð fær hann ekki frekari skólagjaldalán. Hámark skólagjaldaláns er mishátt milli landa en hér að neðan má sjá skólagjaldahámörk í nokkrum algengustu námslöndum Íslendinga:

3.500.000 kr. vegna náms á Íslandi.
44.100 USD vegna náms í Bandaríkjunum.
27.400 GBP vegna náms í Bretlandi.
40.000 EUR vegna náms á evrusvæðinu.

Skólagjaldahámörk í fleiri löndum má finna hér.

Í þeim tilvikum þar sem námsmaður hefur nýtt rétt sinn til skólagjalda í fleiri en einu námslandi er reiknað hve hátt hlutfall viðkomandi hefur nýtt gagnvart hámarki skólagjaldalána í því landi. Það hlutfall er svo yfirfært á hámark skólagjalda í því landi sem hann stundar síðast nám.

Árlegt hámark skólagjaldalána

Námsmenn í grunnnámi (bachelor-nám, lánshæft iðnnám eða annað lánshæft nám sem ekki telst masters- eða doktorsnám) mega aðeins nýta 1/3 af skólagjaldahámarki sínu á hverju námsári. Sem dæmi geta námsmenn í grunnnámi á Íslandi því aðeins fengið sem nemur 1.166.667 kr. á hverju námsári í skólagjaldalán.

Námsmenn í framhaldsháskólanámi (meistaranám eða doktorsnám) lúta ekki slíkum árlegum hámörkum en eru þó bundnir af heildarhámarki.

Skólagjaldalán á sumarönn

Skólagjaldalán á sumarönn eru ekki afgreidd nema námsmaður hafi lokið að minnsta kosti 60 ECTS-einingum eða ígildi þeirra á námsárinu (með loknum einingum á sumarönn meðtalinni). Námsmenn sem hefja nám á sumarönn eiga því almennt ekki rétt á skólagjaldalánum á því misseri.

 

Áhrif tekna á skólagjaldalán

Tekjur námsmanna koma almennt fyrst til skerðingar á framfærsluláni en ef framfærslulán skerðist að fullu, hefst skerðing á skólagjaldaláni. Það á einnig við þegar námsmenn leggja stund á nám sem aðeins er lánshæft til skólagjalda, en þá reiknar LÍN fyrst hver framfærsla hefði verið áður en kemur til skerðingar á skólagjaldaláni. Námsmenn sem hafa háar tekjur meðan á námi stendur geta því átt von á að skólagjaldalán þeirra skerðist vegna tekna.

 

Sækja um námslán