Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Úthlutunarreglur

I. Kafli - Lánshæft nám

Sjóðurinn veitir námslán til framhaldsnáms við viðurkennda skóla eða menntastofnanir sem veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi. Sjóðnum er heimilt að veita námslán til sérnáms.

Sjá nánari kafla:
    
 1.1 Almennt
    1.2 Lánshæft nám á Íslandi
    1.3 Lánshæft nám erlendis 
    1.4 Upplýsingar um lánshæft nám 

II. Kafli – Námsframvinda

Almennt telst námsmaður í fullu námi ljúki hann 60 ECTS–einingum eða ígildi þeirra á skólaári í einum námsferli. Nýr námsferill hefst skipti námsmaður um skóla, námsgrein eða námsgráðu.

Sjá nánari í kafla: 
    2.1 Almennt 
    2.2 Lánshæfar einingar
    2.3 Lánsréttur 
    2.4 Aukið svigrúm í námi 

III. Kafli – Grunnframfærsla og tekjur

Grunnframfærsla á námstíma á skólaárinu er miðuð við námsmann í fullu námi (60 ECTS-einingar á skólaárinu).

Sjá nánari kafla:

3.1 Grunnframfærsla
3.2 Framfærsla námsmanns
3.3 Tekjur
3.4 Hvað telst til tekna?
3.5 Upplýsingaskylda námsmanns og maka vegna tekna

V. Kafli – Umsóknir og útborgun lána

VI. Kafli – Samnorrænar reglur

Umsækjandi við nám á Norðurlöndum utan heimalandsins getur að uppfylltum sérstökum skilyrðum fengið námslán frá námslandinu. Skilyrði fyrir námsaðstoð frá LÍN eru þau sem talin eru í reglum þessum auk þess sem umsækjandi eigi ekki rétt á námsaðstoð (láni eða styrk) frá öðrum norrænum lánasjóðum.

Nánari upplýsingar fást hjá lánasjóðum í hverju landi.VII. Kafli – Lokun skuldabréfs

Skuldabréfi er lokað þegar námsmaður hættir að þiggja lán og er almennt miðað við lok síðasta aðstoðartímabils. Á það jafnt við um námsmenn sem ljúka námi og námsmenn sem hverfa frá námi án þess að ljúka því.

Sjá nánari kafla:

7.1 Gengið frá skuldabréfi
7.2 Frestun á lokun skuldabréfs

VIII. Kafli – Lánskjör

Endurgreiðslur námslána taka mið af ákvæðum hvers skuldabréfs og þeim lögum sem í gildi voru þegar lánin voru tekin. Að öðru leyti gilda samþykktar úthlutunarreglur hverju sinni.

Sjá nánari kafla:

8.1 Endurgreiðslur námslána
8.2 Vextir G–lána og verðtrygging
8.3 Endurgreiðslutími
8.4 Árleg endurgreiðsla
8.5 Undanþágur
8.6 Greitt af fleirum en einu láni
8.7 Innheimta lána og vanskil

IX. Kafli – Vafamál

Það er eitt af hlutverkum stjórnar að skera úr vafamálum er varða einstaka lánþega og öðrum málum. Ákvörðun stjórnar má vísa til málskotsnefndar, sbr. gr. 9.5.

Sjá nánari kafla:

9.1 Hlutverk stjórnar
9.2 Málsmeðferð
9.3 Rökstuðningur
9.4 Endurupptaka
9.5 Málskotsnefnd

X. Kafli – Gildistaka

Reglur þessar voru samþykktar af stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna þann 27. mars 2018. Reglurnar öðlast gildi þegar þær hafa verið staðfestar af ráðherra og birtar í Stjórnartíðindum í samræmi við 16. gr. laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna nr. 21/1992.

Reglurnar gilda fyrir námsárið 2018-2019.

Reglurnar eru samþykktar með fyrirvara um að fullnægjandi heimildir fáist á fjárlögum vegna ársins 2019. Fáist ekki fullnægjandi heimildir á fjárlögum veita reglur þessar engin réttindi og sæta endurskoðun til samræmis við niðurstöður fjárlaga.

Sækja um námslán