Undirbúningsnám, fornám og atvinnuflugnám

12. febrúar 2019

1. Ítrekun - eins og áður hefur verið tilkynnt er ekki lánað í neitt undirbúnings- eða fornám hjá sjóðnum frá og með námsárinu 2018-2019. Þetta á einnig við um fornám í læknisfræði. 

2. Frá og með námsárinu 2019-2020 verður ekki lengur lánað í atvinnuflugnám sem kennt er sem modular nám. Þetta á jafnt við á Íslandi sem og erlendis. 

Til baka